Hugrakkur Evrópumeistari söng „Sweet Caroline“ hátt og skýrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Georgia Stanway fagnar sigurmarki sínu á móti Spáni í átta liða úrslitum EM í Englandi. EPA-EFE/Vince Mignott Íslendingarnir í Bayern München þekkja vel vígsluathöfnina sem allir leikmenn liðsins þurfa að ganga í gegnum. Þær hafa þó sjaldan séð aðra eins kyndingu eins og hjá hinni ensku Georgiu Stanway á dögunum. Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira