Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 23:13 Gary Neville var ómyrkur í máli eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. „Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum. Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
„Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum.
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira