Nýjar ruslatunnur mörg ár í framleiðslu og kostar hvert eintak um 2,8 milljónir króna Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2022 00:20 Ein af frumgerðum Mjúka ferningsins, ruslatunnu sem kostar rúmlega 20 þúsund Bandaríkjadali að framleiða. Ap/Eric Risberg Ný tegund af ruslatunnum á götum San Francisco var meira en þrjú ár í framleiðslu og kostar hvert eintak hennar 21 þúsund Bandaríkjadali eða 2,8 milljónir íslenskra króna. Ruslatunnutegundin er ein af sex nýjum ruslatunnum sem hafa verið teknar í notkun í borginni í sumar. Í átaki sínu til að stemma stigu við yfirflæðandi ruslatunnum San Francisco-borgar réðu borgaryfirvöld fyrirtæki til að hanna þessa nýju ruslatunnutegund sem gengur undir nafninu Soft Square eða Mjúki ferningurinn. Frumgerð af tegundinni Salt og pipar sem er nýkomin á götur San Francisco-borgar.AP/Eric Risberg Auk Mjúka ferningsins hannaði fyrirtækið tvær aðrar ruslatunnur, Grannvöxnu skuggamyndina (e. Slim Silhouette) og Salt og pipar, sem eru ekki síður kostnaðarsamar en hvert eintak af þeirri fyrrnefndu kostar nítján þúsund Bandaríkjadali á meðan hvert eintak af þeirri síðarnefndu kostar ellefu þúsund Bandaríkjadali. Frumgerðir þessara þriggja tegunda, auk þriggja hefðbundinna ruslatunnutegunda, voru teknar í notkun í San Francisco í sumar. Íbúar borgarinnar munu síðan getað dæmt um ágæti ruslatunnanna með því að skanna QR-kóða á þeim og gefa þeim einkunn. Þannig telja borgaryfirvöld sig getað fundið hina fullkomnu ruslatunnu. Leitin að nýrri ruslatunnu tekið langan tíma Borgaryfirvöld hafa leitað að hinni fullkomnu ruslatunnu í þó nokkurn tíma, eða frá 2018 þegar ákveðið var að skipta út meira en þrjú þúsund ruslatunnum á götum borgarinnar. Þær ruslatunnu höfðu þá verið í notkun í næstum tuttugu ár og verður endanlega skipt út á næsta ári. Ein af gömlu ruslatunnunum sem borgaryfirvöld vilja skipta út fyrir nýrri gerð.AP/Eric Risberg Að sögn yfirvalda eru gömlu ruslatunnurnar ekki nægilega góðar þar sem þær eru með of stór göt sem geri fólki auðvelt fyrir að róta í ruslinu. Þá séu tunnurnar með hjarir sem þurfi sífellt að laga og lása sem sé auðvelt að brjóta upp. Til að stuðla að því að íbúar taki þátt í að velja bestu ruslatunnuna er borgin búin að útbúa kortasjá þar sem íbúarnir geta séð hvar ruslatunnutegundirnar sex er að finna. Þannig geta íbúar leitað tunnurnar, notað þær og gefið þeim einkunn. Hér fyrir neðan má sjá kortasjánna. Að sögn Beth Rubenstein, talskonu deildar opinberra framkvæmda hjá San Francisco, hafa íbúar fram til september til að velja hvaða ruslatunna er best. Ruslatunnan sem verður fyrir valinu mun síðan taka við af gömlu ruslatunnunum á næsta ári. QR-kóði á einum af Mjúku ferningunum þar sem fólk getur gefið ruslatunnunni einkunn.AP/Eric Risberg Rubenstein segir að þar sem ruslatunnan sem verði fyrir valinu verði fjöldaframleidd muni kostnaðurinn lækka niður úr núverandi verði í um tvö til þrjú þúsund dollara á hvert eintak (um 270 þúsund til 400 þúsund íslenskra króna). Það eru þó ekki allir spenntir fyrir þessu nýja átaki borgarinnar en Matt Haney, fyrrverandi eftirlitsmaður í Tenderloin-hverfi og fulltrúi þess á Kaliforníu-þingi, sagði að flestir íbúar hefðu viljað sjá borgina skipta gömlu tunnunum út fyrir ruslatunnur sem aðrar borgir nota með góðum árangri. Þá sagði hann að „öll ruslatunnusagan lykti af spillingu“ og vísaði þar í að Mohammed Nuru, fyrrverandi formaður deildar opinberra framkvæmda í borginni, játaði sök í fjársvikamáli í janúar en hann sá um að úthluta samningnum fyrir framleiðslu ruslatunnanna. Nánar má lesa um málið í frétt AP um ruslatunnurnar. Bandaríkin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Í átaki sínu til að stemma stigu við yfirflæðandi ruslatunnum San Francisco-borgar réðu borgaryfirvöld fyrirtæki til að hanna þessa nýju ruslatunnutegund sem gengur undir nafninu Soft Square eða Mjúki ferningurinn. Frumgerð af tegundinni Salt og pipar sem er nýkomin á götur San Francisco-borgar.AP/Eric Risberg Auk Mjúka ferningsins hannaði fyrirtækið tvær aðrar ruslatunnur, Grannvöxnu skuggamyndina (e. Slim Silhouette) og Salt og pipar, sem eru ekki síður kostnaðarsamar en hvert eintak af þeirri fyrrnefndu kostar nítján þúsund Bandaríkjadali á meðan hvert eintak af þeirri síðarnefndu kostar ellefu þúsund Bandaríkjadali. Frumgerðir þessara þriggja tegunda, auk þriggja hefðbundinna ruslatunnutegunda, voru teknar í notkun í San Francisco í sumar. Íbúar borgarinnar munu síðan getað dæmt um ágæti ruslatunnanna með því að skanna QR-kóða á þeim og gefa þeim einkunn. Þannig telja borgaryfirvöld sig getað fundið hina fullkomnu ruslatunnu. Leitin að nýrri ruslatunnu tekið langan tíma Borgaryfirvöld hafa leitað að hinni fullkomnu ruslatunnu í þó nokkurn tíma, eða frá 2018 þegar ákveðið var að skipta út meira en þrjú þúsund ruslatunnum á götum borgarinnar. Þær ruslatunnu höfðu þá verið í notkun í næstum tuttugu ár og verður endanlega skipt út á næsta ári. Ein af gömlu ruslatunnunum sem borgaryfirvöld vilja skipta út fyrir nýrri gerð.AP/Eric Risberg Að sögn yfirvalda eru gömlu ruslatunnurnar ekki nægilega góðar þar sem þær eru með of stór göt sem geri fólki auðvelt fyrir að róta í ruslinu. Þá séu tunnurnar með hjarir sem þurfi sífellt að laga og lása sem sé auðvelt að brjóta upp. Til að stuðla að því að íbúar taki þátt í að velja bestu ruslatunnuna er borgin búin að útbúa kortasjá þar sem íbúarnir geta séð hvar ruslatunnutegundirnar sex er að finna. Þannig geta íbúar leitað tunnurnar, notað þær og gefið þeim einkunn. Hér fyrir neðan má sjá kortasjánna. Að sögn Beth Rubenstein, talskonu deildar opinberra framkvæmda hjá San Francisco, hafa íbúar fram til september til að velja hvaða ruslatunna er best. Ruslatunnan sem verður fyrir valinu mun síðan taka við af gömlu ruslatunnunum á næsta ári. QR-kóði á einum af Mjúku ferningunum þar sem fólk getur gefið ruslatunnunni einkunn.AP/Eric Risberg Rubenstein segir að þar sem ruslatunnan sem verði fyrir valinu verði fjöldaframleidd muni kostnaðurinn lækka niður úr núverandi verði í um tvö til þrjú þúsund dollara á hvert eintak (um 270 þúsund til 400 þúsund íslenskra króna). Það eru þó ekki allir spenntir fyrir þessu nýja átaki borgarinnar en Matt Haney, fyrrverandi eftirlitsmaður í Tenderloin-hverfi og fulltrúi þess á Kaliforníu-þingi, sagði að flestir íbúar hefðu viljað sjá borgina skipta gömlu tunnunum út fyrir ruslatunnur sem aðrar borgir nota með góðum árangri. Þá sagði hann að „öll ruslatunnusagan lykti af spillingu“ og vísaði þar í að Mohammed Nuru, fyrrverandi formaður deildar opinberra framkvæmda í borginni, játaði sök í fjársvikamáli í janúar en hann sá um að úthluta samningnum fyrir framleiðslu ruslatunnanna. Nánar má lesa um málið í frétt AP um ruslatunnurnar.
Bandaríkin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira