Fjórtán árum eftir ÓL-gull er hún enn að endurskrifa söguna í 100 m Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 14:31 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar sigri í Mónakó og sögulegu afreki sínu. Getty/Valerio Pennicino Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er 35 ára gömul en er engu að síður fljótast kona heims í dag. Það sannaði hún enn einu sinni á Demantamóti í Mónakó í gær. Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira