Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 07:31 Ryan Giggs mætir til réttarhaldanna í Manchester Crown réttinum en skuggi hefur fallið á ímynd hans þessa fyrstu þrjá daga. Getty/Christopher Furlong Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira