Anníe Mist viðurkennir að hún eigi mikið ólært í því að vera betri liðsfélagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar í liði CrossFit Reykjavíkur komust næst verðlaunapallinum á nýloknum heimsleikum í CrossFit í Madison. Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira
Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira