Frábær tölfræði Arnórs í fyrsta sigri Norrköping í tæpa þrjá mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 22:30 Arnór Sigurðsson átti frábæran leik í dag. IFK Norrköping Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum er Norrköping vann Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tölfræði Skagamannsins í leiknum var býsna góð en Norrköping hafði ekki unnið leik í háa herrans tíð. Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018. Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018.
Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira