HK og Fylkir skrefi nær Bestu deildinni | Sjáðu ótrúlegt mark Emils Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 21:51 Emil Ásmundsson skoraði stórkostlegt mark fyrir Fylki í kvöld. vísir/bára Fjórir leikir voru á dagskrá í 15. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld og þrír leikir í Lengjudeild kvenna. HK er í góðri stöðu til að fara upp í báðum. Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira