Starfsmaður Barcelona sagður hafa reynt að múta fulltrúa UEFA Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2022 16:31 Barcelona hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu mánuði. vísir/Getty Starfsmaður hjá Barcelona á Spáni er sagður hafa reynt að múta fulltrúa hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til að reka á eftir rannsóknum á fjárhagsstarfsemi Manchester City og Paris Saint-Germain. Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið. Spænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið.
Spænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira