Segjast hafa fundið út hvað sé í vatninu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:30 Þuríður Erla Helgadóttir með Unbroken RTR brúsann sinn. Instagram/@thurihelgadottir Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið. 350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk. CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk.
CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira