Fyrsta orrustan í titlastríðinu háð í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2022 12:30 Jürgen Klopp og Pep Guardiola berjast um fyrsta titil tímabilsins í enska boltanum í dag. Visionhaus/Getty Images Liverpool og Manchester City berjast um fyrsta titil tímabilsins í enska boltanum þegar liðin mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn á King Power vellinum í Leicester í dag. Þessi tvö lið hafa barist um alla þá titla sem í boði eru undanfarin ár og á þessu tímabili virðist engin breyting verða þar á. Bæði lið hafa verið nokkuð virk á leikmannamarkaðinum í sumar. Bæði Liverpool og City hafa fengið leikmenn sem gerðar eru miklar væntingar til, ásamt því að hafa misst stóra pósta úr sínum röðum. Liverpool hefur fengið þrjá leikmenn til liðs við sig það sem af er sumri. Þar ber líklega hæst að nefna úrúgvæska framherjann Darwin Núñez sem gekk í raðir félagsins frá Benfica fyrir allt að 85 milljónir punda. Stuðningsmenn Liverpool gera miklar væntingar til Úrúgvæans, enda er honum ætlað að fylla í skarð Sadio Mané sem gekk í raðir Bayern München fyrr í sumar. Darwin Nunez skoraði tvö mörk gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á seinasta tímabili.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester City gerði líka kaup í sumar sem miklar væntingar eru gerðar til. Þrátt fyrir að hafa eytt stórum fjárhæðum í leikmannakaup undanfarin ár hefur liðið ekki keypt neina svokallaða ofurstjörnu - fyrr en nú. Norski framherjinn Erling Braut Haaland er mættur í bláa hluta Manchester-borgar og stuðningsmenn City, sem og aðrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar, hafa ástæðu til að vera spenntir. Haaland er enn aðeins 22 ára gamall, en þrátt fyrir það er langt síðan hann stimplaði sig inn sem einn besti framherji heims. Haaland kom til City frá Dortmund þar sem hann skoraði 86 mörk í 89 leikjum - galin tölfræði. City hefur verið á höttunum að framherja síðan Sergio Aguero yfirgaf félagið í fyrrasumar og hann er nú loksins mættur. Félagið seldi bæði Raheem Sterling og Gabriel Jesus frá félaginu og því var enn meiri ástæða til að fylla í framherjastöðuna. Erling Braut Haaland er mættur til Manchester.Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Síðustu viðureignir Liverpool og Manchester City hafa mæst tíu sinnum á seinustu fjórum árum. Ekki er hægt að segja að mikið skilji liðin að því fimm af þessum tíu viðureignum hafa endað með jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. City hefur svo unnið þjár viðureignir og Liverpool tvær. Þá vann City einn af þessum jafnteflisleikjum í vítaspyrnukeppni er liðin börðust um Samfélagsskjöldinn árið 2019. City hefur þó unnið tvær viðureignanna með þremur mörkum eða meira. Í fyrra vann City 1-4 útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og árið áður vann liðið 4-0 á heimavelli. Pep reyndari og sigursælli í úrslitaleikjum Þrátt fyrir að margir horfi á Samfélagsskjöldinn sem hálfgerðan æfingaleik er engu að síður titill í boði. Þegar horft er til reynslu þjálfaranna í bikarúrslitaleikjum má sjá augljósan sigurvegara. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur ekki bara farið með lið sín í mun fleiri úrslitaleiki en kollegi sinn hjá Liverpool, heldur er hann einnig með miklu betra sigurhlutfall. Alls hefur Guardiola verið þjálfari í 28 úrslitaleikjum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Barcelona árið 2008. Hann og hans lið hafa fagnað sigri í 19 skipti af þessum 28, sem þýðir að Pep er með tæplega 68 prósent sigurhlutfall í úrslitaleikjum sem þjálfari. Pep Guardiola er gjörsamlega bikaróður.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um Klopp. Þjóðverjinn hefur vissulega verið á hliðarlínunni í 19 úrslitaleikjum, en liðum hans hefur aðeins tekist að vinna átta þeirra, sem gerir rétt rúmlega 42 prósent sigurhlutfall. Búist við sterkum liðum og alvöru veislu Búast má við því að bæði Pep Guardiola og Jürgen Klopp mæti með nánast sín sterkustu lið þegar flautað verður til leiks í dag. Klopp þarf reyndar að breyta út af vananum í markvarðarstöðunni þar sem bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher eru fjarri góðu gamni. Spánverjinn Adrián mun því að öllum líkindum verja mark þeirra rauðklæddu. Þá sagði Guardiola frá því í gær að hann byggist við því að Erling Braut Haaland yrði í fremstu víglínu í dag, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Bæði lið hafa verið nokkuð virk á leikmannamarkaðinum í sumar. Bæði Liverpool og City hafa fengið leikmenn sem gerðar eru miklar væntingar til, ásamt því að hafa misst stóra pósta úr sínum röðum. Liverpool hefur fengið þrjá leikmenn til liðs við sig það sem af er sumri. Þar ber líklega hæst að nefna úrúgvæska framherjann Darwin Núñez sem gekk í raðir félagsins frá Benfica fyrir allt að 85 milljónir punda. Stuðningsmenn Liverpool gera miklar væntingar til Úrúgvæans, enda er honum ætlað að fylla í skarð Sadio Mané sem gekk í raðir Bayern München fyrr í sumar. Darwin Nunez skoraði tvö mörk gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á seinasta tímabili.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester City gerði líka kaup í sumar sem miklar væntingar eru gerðar til. Þrátt fyrir að hafa eytt stórum fjárhæðum í leikmannakaup undanfarin ár hefur liðið ekki keypt neina svokallaða ofurstjörnu - fyrr en nú. Norski framherjinn Erling Braut Haaland er mættur í bláa hluta Manchester-borgar og stuðningsmenn City, sem og aðrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar, hafa ástæðu til að vera spenntir. Haaland er enn aðeins 22 ára gamall, en þrátt fyrir það er langt síðan hann stimplaði sig inn sem einn besti framherji heims. Haaland kom til City frá Dortmund þar sem hann skoraði 86 mörk í 89 leikjum - galin tölfræði. City hefur verið á höttunum að framherja síðan Sergio Aguero yfirgaf félagið í fyrrasumar og hann er nú loksins mættur. Félagið seldi bæði Raheem Sterling og Gabriel Jesus frá félaginu og því var enn meiri ástæða til að fylla í framherjastöðuna. Erling Braut Haaland er mættur til Manchester.Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Síðustu viðureignir Liverpool og Manchester City hafa mæst tíu sinnum á seinustu fjórum árum. Ekki er hægt að segja að mikið skilji liðin að því fimm af þessum tíu viðureignum hafa endað með jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. City hefur svo unnið þjár viðureignir og Liverpool tvær. Þá vann City einn af þessum jafnteflisleikjum í vítaspyrnukeppni er liðin börðust um Samfélagsskjöldinn árið 2019. City hefur þó unnið tvær viðureignanna með þremur mörkum eða meira. Í fyrra vann City 1-4 útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og árið áður vann liðið 4-0 á heimavelli. Pep reyndari og sigursælli í úrslitaleikjum Þrátt fyrir að margir horfi á Samfélagsskjöldinn sem hálfgerðan æfingaleik er engu að síður titill í boði. Þegar horft er til reynslu þjálfaranna í bikarúrslitaleikjum má sjá augljósan sigurvegara. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur ekki bara farið með lið sín í mun fleiri úrslitaleiki en kollegi sinn hjá Liverpool, heldur er hann einnig með miklu betra sigurhlutfall. Alls hefur Guardiola verið þjálfari í 28 úrslitaleikjum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Barcelona árið 2008. Hann og hans lið hafa fagnað sigri í 19 skipti af þessum 28, sem þýðir að Pep er með tæplega 68 prósent sigurhlutfall í úrslitaleikjum sem þjálfari. Pep Guardiola er gjörsamlega bikaróður.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um Klopp. Þjóðverjinn hefur vissulega verið á hliðarlínunni í 19 úrslitaleikjum, en liðum hans hefur aðeins tekist að vinna átta þeirra, sem gerir rétt rúmlega 42 prósent sigurhlutfall. Búist við sterkum liðum og alvöru veislu Búast má við því að bæði Pep Guardiola og Jürgen Klopp mæti með nánast sín sterkustu lið þegar flautað verður til leiks í dag. Klopp þarf reyndar að breyta út af vananum í markvarðarstöðunni þar sem bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher eru fjarri góðu gamni. Spánverjinn Adrián mun því að öllum líkindum verja mark þeirra rauðklæddu. Þá sagði Guardiola frá því í gær að hann byggist við því að Erling Braut Haaland yrði í fremstu víglínu í dag, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira