Búist við að Guardiola muni sleppa beislinu af Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 08:01 Guardiola kveðst ánægður með nýja leikmenn City sem þurfi þó að aðlaga sig að leikstíl liðsins. Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Enskir fjölmiðlar gera fastlega ráð fyrir því að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, muni hafa Erling Haaland í framlínu liðsins gegn Liverpool í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira