Enduðu allar í einni stórri hrúgu eftir árekstur í Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Elisa Balsamo var ein af þeim sem kom blóðug út úr árekstrinum. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Svakalegur árekstur setti mikinn svip á fimmtu sérleið Frakklandshjólreiða kvenna í gær og varð meðal annars til þess að danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard varð að hætta keppni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður í þessari fyrstu Tour de France kvenna í sögunni. Karlarnir hafa keppt frá árinu 1903 en nú fá konurnar loksins sína keppni. Skysið varð í maraþonhluta keppninnar þar sem hjólaðir voru 175,6 kílómetrar frá Bar-le-Duc til Saint-Dié-Des-Vosges í austuhluta Frakklands. Watch: 30-woman pile-up at Tour de France Femmes that brought the race to a halt.@fi_tomas_ reports after Lorena Wiebes wins her second stage stage and Marianne Vos retains the leader's yellow jersey.https://t.co/hEoH8z8nSm— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) July 28, 2022 Alls lentu þrjátíu hjólreiðakonur í þessum árekstri sem varð þegar um 45 kílómetra voru eftir. Ein þeirra þurfti aðstoð eftir að fótur hennar festist í hennar eigin hjóli. Það þurfti auðvitað að gera hlé á keppninni á meðan leyst var úr flækjunni sem myndaðist en hjólreiðakonurnar enduðu allar í einni stórri hrúgu. Flestar héldu áfram með blóðugar fætur eða blóðugu olnboga en ekki þó allar. Danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard stóð upp eftir slysið en var greinilega þjáð. Hún hætti síðan keppni fljótlega og yfirgaf svæðið í hálskraga og með sjúkrabíl. Incroyables images sur le Tour de France Femmes avec cette chute collective XXL !Suivez la Grande Boucle féminine sur Eurosport avec #LesRP pic.twitter.com/fYBCGjPRWu— Eurosport France (@Eurosport_FR) July 28, 2022 Hin ítalska Marta Bastianelli hélt áfram keppni þrátt fyrir að vera með blóðuga olnboga og maskarinn rann niður andlit hennar. Lorena Wiebes, 23 ára Hollendingur, vann sérleiðina en hún var kominn í Gulu peysuna eftir að hafa unnið fyrstu sérleiðina sem endaði í París. Eftir þessa keppni er Marianne Vos, 35 ára Hollendingur, áfram í gulu sem hún tók með því að vinna aðra sérleið og hefur hún haldið henni síðan. Næsta á dagskrá er Alparnir við landamærin við Sviss og þar mun reyna virkilega á hjólreiðakonurnar. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður í þessari fyrstu Tour de France kvenna í sögunni. Karlarnir hafa keppt frá árinu 1903 en nú fá konurnar loksins sína keppni. Skysið varð í maraþonhluta keppninnar þar sem hjólaðir voru 175,6 kílómetrar frá Bar-le-Duc til Saint-Dié-Des-Vosges í austuhluta Frakklands. Watch: 30-woman pile-up at Tour de France Femmes that brought the race to a halt.@fi_tomas_ reports after Lorena Wiebes wins her second stage stage and Marianne Vos retains the leader's yellow jersey.https://t.co/hEoH8z8nSm— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) July 28, 2022 Alls lentu þrjátíu hjólreiðakonur í þessum árekstri sem varð þegar um 45 kílómetra voru eftir. Ein þeirra þurfti aðstoð eftir að fótur hennar festist í hennar eigin hjóli. Það þurfti auðvitað að gera hlé á keppninni á meðan leyst var úr flækjunni sem myndaðist en hjólreiðakonurnar enduðu allar í einni stórri hrúgu. Flestar héldu áfram með blóðugar fætur eða blóðugu olnboga en ekki þó allar. Danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard stóð upp eftir slysið en var greinilega þjáð. Hún hætti síðan keppni fljótlega og yfirgaf svæðið í hálskraga og með sjúkrabíl. Incroyables images sur le Tour de France Femmes avec cette chute collective XXL !Suivez la Grande Boucle féminine sur Eurosport avec #LesRP pic.twitter.com/fYBCGjPRWu— Eurosport France (@Eurosport_FR) July 28, 2022 Hin ítalska Marta Bastianelli hélt áfram keppni þrátt fyrir að vera með blóðuga olnboga og maskarinn rann niður andlit hennar. Lorena Wiebes, 23 ára Hollendingur, vann sérleiðina en hún var kominn í Gulu peysuna eftir að hafa unnið fyrstu sérleiðina sem endaði í París. Eftir þessa keppni er Marianne Vos, 35 ára Hollendingur, áfram í gulu sem hún tók með því að vinna aðra sérleið og hefur hún haldið henni síðan. Næsta á dagskrá er Alparnir við landamærin við Sviss og þar mun reyna virkilega á hjólreiðakonurnar.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira