Brotist inn hjá enskri landsliðskonu á meðan hún var að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 08:00 Georgia Stanway er liðsfélagi Glódísar Perlu, Karólínu Leu og Cecilíu Rán hjá Bayern München. AP/Alessandra Tarantino Þetta hefur verið vandamál hjá þekktustu fótboltakörlunum í Englandi en nú eru óprúttnir aðilar líka farnir að brjótast inn hjá ensku landsliðskonunum þegar þær eru að spila fyrir þjóð sína. Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira