„Erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 14:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistara Vals. stöð 2 Keppni í Bestu deild kvenna hefst aftur í kvöld með tveimur leikjum. Elísa Viðarsdóttir, sem er nýkomin af Evrópumótinu í Englandi, og stöllur hennar í Val taka á móti Stjörnunni. „Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
„Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira