Verstappen fagnaði sigri eftir að Leclerc flaug út af Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 14:46 Verstappen eltir Leclerc snemma í keppninni, áður en sá síðarnefndi féll úr keppni. ANP via Getty Images Max Verstappen var fyrstur í mark í Frakklandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Charles Leclerc gerði afdrifarík mistök þegar hann var með forystuna og féll úr keppni. Bretarnir í liði Mercedes komust þá báðir á verðlaunapall. Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða. Akstursíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða.
Akstursíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira