Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 07:30 Sigur Breiðabliks gegn svartfellska liðinu Buducnost í gærkvöld var dýrmætur. Vísir/Hulda Margrét Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30