Víkingsbanar í Litháen og þrjú af fjórum Íslendingaliðum byrja á útivelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 11:01 Sænska liðið Malmö fer til Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Önnur umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst á morgun með sjö leikjum. Alls eru fjögur Íslendingalið sem verða í eldlínunni. Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira