38 laxar úr Eystri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2022 09:27 Í gær veiddust 38 laxar í Eystri Rangá Mynd: Kolskeggur FB Eystri Rangá er að komast á mjög gott skrið en þeir sem veiða hana reglulega vita nákvæmlega hvað er í vændum þegar byrjunin er svona góð. Í gær var frábær dagur við bakka Eystri Rangár þegar það veiddust 38 laxar en það er mjög góð ganga af laxi í ána á þessum vaxandi straum. í dag er stórstreymt og það kemur ekkert á óvart ef veiðitölur dagsins í dag fara yfir 50 laxa. Þegar stóru göngurnar mæta í Eystri Rangá um miðjan júlí og fram í miðjan ágúst eru 100 laxa dagar langt frá því að vera óþekktir en við skulum engu að síður setja væntingarnar einhvers staðar á miðjuna. Ef framhaldið í ánni væri bara á svipuðu róli í eina viku er það 280 laxa vika og 1.200 laxa mánuður sem er ekkert annað en frábær veiði. Á góðu ári gerist það engu að síður að vikan fari í 300-400 laxa og það hefur meira að segja verið hærra á bestu árunum. Það sem af er tímabili virðist þetta lofa mjög góðu fyrir framhaldið og Veiðivísir fylgist spenntur með. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði
Í gær var frábær dagur við bakka Eystri Rangár þegar það veiddust 38 laxar en það er mjög góð ganga af laxi í ána á þessum vaxandi straum. í dag er stórstreymt og það kemur ekkert á óvart ef veiðitölur dagsins í dag fara yfir 50 laxa. Þegar stóru göngurnar mæta í Eystri Rangá um miðjan júlí og fram í miðjan ágúst eru 100 laxa dagar langt frá því að vera óþekktir en við skulum engu að síður setja væntingarnar einhvers staðar á miðjuna. Ef framhaldið í ánni væri bara á svipuðu róli í eina viku er það 280 laxa vika og 1.200 laxa mánuður sem er ekkert annað en frábær veiði. Á góðu ári gerist það engu að síður að vikan fari í 300-400 laxa og það hefur meira að segja verið hærra á bestu árunum. Það sem af er tímabili virðist þetta lofa mjög góðu fyrir framhaldið og Veiðivísir fylgist spenntur með.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði