Fimmtán leikir eftir en strax búið að bæta áhorfendametið á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 12:00 Íslenska stuðninsmannasveitin hefur staðið sig með prýði. James Gill - Danehouse/Getty Images Evrópumótið sem nú fer fram á Englandi er nú þegar orðið fjölsóttasta EM kvenna frá upphafi, þrátt fyrir að enn séu fimmtán leikir eftir af mótinu. Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik. EM 2022 í Englandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira