„Í fyrra skoruðum við úr færunum en erum að spila betur í ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. júlí 2022 22:14 Sigurður Heiðar Höskuldsson var í skýjunum með þrjú stig í kvöld Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis var í skýjunum með fyrsta sigur Leiknis á tímabilinu. Leiknir vann ÍA 1-0 þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen gerði sigurmark heimamanna. „Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
„Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira