Sú besta í heimi að mati ESPN hækkaði sig um 22 sæti á milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 12:01 Alexia Putellas er fyrirliði Barcelona og einnig í stóru hlutverki hjá spænska landsliðinu. Getty/Oscar J. Barroso Engin íslensk knattspyrnukona kemst á listann yfir fimmtíu bestu knattspyrnukonur heims en þennan lista tóku sérfræðingar ESPN saman í tilefni af Evrópumóti landsliða sem er fram undan í Englandi. ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér. EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn