Thibaut Courtois kominn með nýtt húðflúr tileinkað sigrinum á Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 09:30 Thibaut Courtois kyssir Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum á Stade de France 28. maí síðastliðinn. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var öðrum fremur maðurinn á bak við fjórtánda sigur Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða en hann var stórkostlegur í 1-0 sigri Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum í París í maílok. Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira