Opnar sig um sjálfsvígstilraun: „Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 11:32 Spákonan Sigga kling opnaði sig óvænt um sjálfsvígstilraun í kjölfar ástarsorgar í þættinum Veislan á FM957. Aðsent/Silla Páls Það má segja að spákonan Sigga Kling hafi gert Gústa B kjaftstopp þegar hún svaraði spurninum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30