Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Atli Arason skrifar 20. júní 2022 19:31 Sara Björk Gunnarsdóttir með fyrirliðabandið. Vísir/Getty „Nei nei,“ svarði Sara Björk og hló, aðspurð að því hvort henni finnst ekki skrítið að bera ekki fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í viðtali við Stöð 2. „Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira