Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. júní 2022 11:40 Hlöðver Skúli er í meistaranámi í París. aðsend/ap Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“ Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira