Varla útskrifaður þegar hausaveiðari frá Apple hafði samband Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 07:00 Edvard Dagur spilaði fótbolta með liði Academy of Art University í NCAA Division II-deild bandaríska háskólafótboltans. Aðsend Þrír dagar liðu frá því að Edvard Dagur Edvardsson útskrifaðist sem hönnuður frá listaháskóla í San Francisco í Bandaríkjunum þar til að starfsmaður tæknirisans Apple hafði samband og bauð honum að starfa hjá fyrirtækinu. Símtalið kom hinum 23 ára gamla Edvard vægast sagt í opna skjöldu þar sem hann var þá á leiðinni aftur heim til Íslands og hafði ekki látið sér detta til hugar að sækja um hjá einum eftirsóttasta vinnustað hönnuða í Bandaríkjunum. Raunar var Edvard þá búinn að tryggja sér starf hjá stóru íslensku fyrirtæki sem þurfti svo að lúta í lægra haldi fyrir öðru verðmætasta fyrirtæki heims. Viku síðar orðinn starfsmaður Apple „Ég stefndi alltaf á það að vinna úti en síðasta mánuðinn í skólanum fékk ég mjög flott tilboð á Íslandi og ætlaði að koma til Íslands og taka þátt í því verkefni sem ég var orðinn mjög spenntur fyrir,“ segir Edvard í samtali við Vísi. Skömmu fyrir útskrift tók hann svo þátt í hönnunarkeppni við skólann og hlaut þar fyrstu verðlaun. „Í kjölfarið var haft samband við mig frá Apple og þá fór bara boltinn að rúlla. Ég fór í nokkur viðtöl og viku seinna var ég allt í einu orðinn starfsmaður Apple.“ Edvard Dagur útskrifaðist frá skólanum þann 29. maí síðastliðinn.Aðsend Edvard er nú fastráðinn notendaupplifunarhönnuður (e. CX Designer) hjá tæknirisanum og vinnur þar nú að stafrænni vöruhönnun. Hann fékk að vinna fyrstu vikurnar í fjarvinnu frá Íslandi en er á leið aftur til Bandaríkjanna í næstu viku þar sem hann mun starfa á skrifstofum Apple í San Francisco og í höfuðstöðvunum í Cupertino. Hyggst hann búa á því svæði næsta árið hið minnsta. „Ég var í rauninni byrjaður að pakka fyrir ferð til Íslands en svo snerist þetta allt mjög hratt við. Ég var búinn að tala við nokkur fyrirtæki úti sem mér leist vel á en hafði fengið mjög einstakt tækifæri á Íslandi sem ég ættaði að stökkva á. Svo var Apple-tækifærið bara eitthvað sem ég gat ekki hafnað.“ Lét drauminn rætast og spilaði í bandaríska háskólafótboltanum Edvard hóf nám við Academy of Art University í San Francisco árið 2018 og útskrifaðist með BFA-gráðu þann 29. maí frá deildinni School of Interaction & UI/UX Design þar sem hann lærði stafræna vöruhönnun og notendaviðmótshönnun. Hlaut Edvard meðal annars þjálfun í hönnun útlits og virkni forrita og vefsíðna. Hann stundaði námið með fótboltastyrk sem hann fékk með aðstoð íslenska fyrirtækisins Soccer & Education USA en Academy of Art University varð fyrir valinu þar sem hann er eini listaháskólinn í Bandaríkjunum með lið í NCAA háskólafótboltanum. „Þetta var einstakt tækifæri og einmitt það sem mig langaði að gera. Mig langaði að fara í hönnun og ég fékk að spila fótbolta með því svo þetta var draumurinn í rauninni,“ segir Edvard en hann byrjaði ungur að prófa sig áfram í stafrænni hönnun. Námið hafi veitt honum fjölmörg frábær tækifæri á seinustu fjórum árum. „Þetta var svo mikil sérhæfing að það opnuðust endalausar dyr fyrir mig. Til dæmis vann ég hjá auglýsingastofunni Pipar síðustu tvö sumur sem er besti vinnustaður í heimi að mínu mati og svo gerði ég verkefni með NASA með fram skólanum í fyrra.“ Edvard Dagur hlaut Best in Show verðlaunin á vorsýningu Academy of Arts University. Aðsend Edvard segir að hann hafi seint búist við því að heyra frá Apple og það hafi verið gaman að sjá hvernig hann gæti nýtt háskólagráðuna sína og þá hæfni sem hann hafi byggt upp á seinustu fjórum árum. „Það var ótrúleg viðurkenning og ótrúlega skemmtilegt. Bara algjör draumur. Þetta kom mjög á óvart að því leyti að ég sótti ekki um neitt og þeir höfðu samband að fyrra bragði. Þetta var sérstaklega sætt út af því.“ Má lítið segja um vinnuna Hlutirnir gerðust hratt hjá Apple eftir að Edvard byrjaði þar fyrir um tveimur vikum og var hann nærri strax byrjaður að sinna verkefnum. Róttæk leyndarhyggja hefur lengi einkennt vinnustaðamenninguna innan Apple og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að Edvard hafi verið bannað að ræða þau verkefni sem hann komi að innan fyrirtækisins. „Það eru mjög harðar kröfur um að ég megi ekki tala mikið um það sem ég er að gera hjá Apple í fjölmiðlum en ég get sagt að ég er CX designer hjá teymi sem heitir Digital Channel og er í stafrænni vöruhönnun þar.“ Edvard mælir heilshugar með því að fleiri feti í fótspor hans og keppi erlendis í íþróttinni sinni samhliða háskólanámi. „Að fara á fótboltastyrk til Bandaríkjanna er það besta sem ég hef gert í lífinu. Ég mæli líka með því fyrir krakka sem ætla mögulega ekki að fara í atvinnumennsku í íþróttinni sinni að skoða þann möguleika að eiga risa feril í einhverju sem þú elskar að gera í Bandaríkjunum.“ Íslendingar erlendis Apple Bandaríkin Vistaskipti Háskólabolti NCAA Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Símtalið kom hinum 23 ára gamla Edvard vægast sagt í opna skjöldu þar sem hann var þá á leiðinni aftur heim til Íslands og hafði ekki látið sér detta til hugar að sækja um hjá einum eftirsóttasta vinnustað hönnuða í Bandaríkjunum. Raunar var Edvard þá búinn að tryggja sér starf hjá stóru íslensku fyrirtæki sem þurfti svo að lúta í lægra haldi fyrir öðru verðmætasta fyrirtæki heims. Viku síðar orðinn starfsmaður Apple „Ég stefndi alltaf á það að vinna úti en síðasta mánuðinn í skólanum fékk ég mjög flott tilboð á Íslandi og ætlaði að koma til Íslands og taka þátt í því verkefni sem ég var orðinn mjög spenntur fyrir,“ segir Edvard í samtali við Vísi. Skömmu fyrir útskrift tók hann svo þátt í hönnunarkeppni við skólann og hlaut þar fyrstu verðlaun. „Í kjölfarið var haft samband við mig frá Apple og þá fór bara boltinn að rúlla. Ég fór í nokkur viðtöl og viku seinna var ég allt í einu orðinn starfsmaður Apple.“ Edvard Dagur útskrifaðist frá skólanum þann 29. maí síðastliðinn.Aðsend Edvard er nú fastráðinn notendaupplifunarhönnuður (e. CX Designer) hjá tæknirisanum og vinnur þar nú að stafrænni vöruhönnun. Hann fékk að vinna fyrstu vikurnar í fjarvinnu frá Íslandi en er á leið aftur til Bandaríkjanna í næstu viku þar sem hann mun starfa á skrifstofum Apple í San Francisco og í höfuðstöðvunum í Cupertino. Hyggst hann búa á því svæði næsta árið hið minnsta. „Ég var í rauninni byrjaður að pakka fyrir ferð til Íslands en svo snerist þetta allt mjög hratt við. Ég var búinn að tala við nokkur fyrirtæki úti sem mér leist vel á en hafði fengið mjög einstakt tækifæri á Íslandi sem ég ættaði að stökkva á. Svo var Apple-tækifærið bara eitthvað sem ég gat ekki hafnað.“ Lét drauminn rætast og spilaði í bandaríska háskólafótboltanum Edvard hóf nám við Academy of Art University í San Francisco árið 2018 og útskrifaðist með BFA-gráðu þann 29. maí frá deildinni School of Interaction & UI/UX Design þar sem hann lærði stafræna vöruhönnun og notendaviðmótshönnun. Hlaut Edvard meðal annars þjálfun í hönnun útlits og virkni forrita og vefsíðna. Hann stundaði námið með fótboltastyrk sem hann fékk með aðstoð íslenska fyrirtækisins Soccer & Education USA en Academy of Art University varð fyrir valinu þar sem hann er eini listaháskólinn í Bandaríkjunum með lið í NCAA háskólafótboltanum. „Þetta var einstakt tækifæri og einmitt það sem mig langaði að gera. Mig langaði að fara í hönnun og ég fékk að spila fótbolta með því svo þetta var draumurinn í rauninni,“ segir Edvard en hann byrjaði ungur að prófa sig áfram í stafrænni hönnun. Námið hafi veitt honum fjölmörg frábær tækifæri á seinustu fjórum árum. „Þetta var svo mikil sérhæfing að það opnuðust endalausar dyr fyrir mig. Til dæmis vann ég hjá auglýsingastofunni Pipar síðustu tvö sumur sem er besti vinnustaður í heimi að mínu mati og svo gerði ég verkefni með NASA með fram skólanum í fyrra.“ Edvard Dagur hlaut Best in Show verðlaunin á vorsýningu Academy of Arts University. Aðsend Edvard segir að hann hafi seint búist við því að heyra frá Apple og það hafi verið gaman að sjá hvernig hann gæti nýtt háskólagráðuna sína og þá hæfni sem hann hafi byggt upp á seinustu fjórum árum. „Það var ótrúleg viðurkenning og ótrúlega skemmtilegt. Bara algjör draumur. Þetta kom mjög á óvart að því leyti að ég sótti ekki um neitt og þeir höfðu samband að fyrra bragði. Þetta var sérstaklega sætt út af því.“ Má lítið segja um vinnuna Hlutirnir gerðust hratt hjá Apple eftir að Edvard byrjaði þar fyrir um tveimur vikum og var hann nærri strax byrjaður að sinna verkefnum. Róttæk leyndarhyggja hefur lengi einkennt vinnustaðamenninguna innan Apple og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að Edvard hafi verið bannað að ræða þau verkefni sem hann komi að innan fyrirtækisins. „Það eru mjög harðar kröfur um að ég megi ekki tala mikið um það sem ég er að gera hjá Apple í fjölmiðlum en ég get sagt að ég er CX designer hjá teymi sem heitir Digital Channel og er í stafrænni vöruhönnun þar.“ Edvard mælir heilshugar með því að fleiri feti í fótspor hans og keppi erlendis í íþróttinni sinni samhliða háskólanámi. „Að fara á fótboltastyrk til Bandaríkjanna er það besta sem ég hef gert í lífinu. Ég mæli líka með því fyrir krakka sem ætla mögulega ekki að fara í atvinnumennsku í íþróttinni sinni að skoða þann möguleika að eiga risa feril í einhverju sem þú elskar að gera í Bandaríkjunum.“
Íslendingar erlendis Apple Bandaríkin Vistaskipti Háskólabolti NCAA Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira