Heimildamynd um afmælistónleika FM95BLÖ kemur út í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:00 Stemmningin á tónleikunum þann 13.maí var mögnuð enda Laugardalshöllin troðfull. Vísir Strákarnir í FM95BLÖ héldu stórtónleika þann 13.maí í Laugardalshöllinni þar sem þeir fögnuðu 10 ára afmæli útvarpsþáttanna. Nú er á leiðinni heimildamynd um tónleikana. Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“ FM95BLÖ FM957 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“
FM95BLÖ FM957 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira