Laxinn er mættur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2022 10:07 95 sm lax sem veiddist í Arbæjarhyl í Elliðaánum í fyrra. Veiðimaður er Hörður Birgir Hafsteinsson Það er sannarlega gleðilefni þegar það fréttist af fystu löxunum sem eru mættir í Elliðaárnar og það veit vonandi ða gott sumar. Fyrsti laxinn er þegar farinn upp í gegnum teljarann og fleiri laxar sjást vel í ánni þar fyrir neðan í veiðistöðum eins og Teljarastreng, Sjávarfossi og sérstaklega á Breiðunni en þar voru alla vega 10 laxar í morgun. Opnun Elliðaánna er beðið með mikilli eftirvæntingu eins og alltaf og það er samkvæmt venju Reykvíkingur ársins sem opnar ánna ásamt Borgarstjóra. Sala veiðileyfa í ánna hefur verið mjög góð en eitthvað er laust síðsumars í ánni. Ef göngur verða jafn góðar og maður vonar, sérstaklega eftir að veitt og sleppt var tekið upp í ánni, gæti haustið verið frábært í ánni og þá sérstaklega fyrir stóra hænga en þeim vonandi fjölgar á næstu árum þar sem þeir lenda ekki lengur í plasti veiðimanna. Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði Laxar að veiðast á öllum svæðum Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði
Fyrsti laxinn er þegar farinn upp í gegnum teljarann og fleiri laxar sjást vel í ánni þar fyrir neðan í veiðistöðum eins og Teljarastreng, Sjávarfossi og sérstaklega á Breiðunni en þar voru alla vega 10 laxar í morgun. Opnun Elliðaánna er beðið með mikilli eftirvæntingu eins og alltaf og það er samkvæmt venju Reykvíkingur ársins sem opnar ánna ásamt Borgarstjóra. Sala veiðileyfa í ánna hefur verið mjög góð en eitthvað er laust síðsumars í ánni. Ef göngur verða jafn góðar og maður vonar, sérstaklega eftir að veitt og sleppt var tekið upp í ánni, gæti haustið verið frábært í ánni og þá sérstaklega fyrir stóra hænga en þeim vonandi fjölgar á næstu árum þar sem þeir lenda ekki lengur í plasti veiðimanna.
Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði Laxar að veiðast á öllum svæðum Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði