Barátta tveggja fylkinga fram undan - Poulter ætlar að áfrýja Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 22:59 Ian Poulter viðraði skoðun að golfhringnum loknum í kvöld. Vísir/Getty Útlit er fyrir baráttu tveggja fylkinga sem myndast hafa í golfheiminum. Annars vegar þeirra sem standa að PGA-mótaröðinni og spila þar og hins vegar forráðamanna LIV Golf og þeirra sem taka þátt í boðsmótum á vegum þeirra. Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn