UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Atli Arason skrifar 3. júní 2022 19:30 Stade de France leikvangurinn rétt áður en úrslitaleikur Real Madrid og Liverpool hófst. Getty Images Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. „UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira