Þorsteinn framlengir um fjögur ár við KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 11:25 Þorsteinn Halldórsson þjálfar A-landslið kvenna til 2026 hið minnsta. vísir/Sigurjón Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands um fjögur ár. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á frekari framlengingu. Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira