Birta Georgsdóttir: Við gerðum þetta saman Árni Jóhannsson skrifar 1. júní 2022 21:47 Birta Georgsdóttir (28) fagnar með liðsfélögum sínum en hún átti stórleik þegar Afturelding var lögð af velli. Vísir/Diego Það er á engan hallað þegar sagt er að Birta Georgsdóttir hafi verið maður leiksins í kvöld þegar Breiðablik lagði Aftureldingur 6-1 á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld. Birta skoraði eitt markanna og lagði upp þrjú fyrir liðsfélaga sína á leið liðsins að sigri í 7. umferð Bestu-deildar kvenna. Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00