Kahn furðu lostinn yfir ummælum Lewandowski: „Þetta skilar engu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2022 07:00 Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern, hefur engan áhuga á því að selja Robert Lewandowski í sumar. Alexander Hassenstein - UEFA/UEFA via Getty Images Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern München, kveðst hvorki skilja upp né niður í Robert Lewandowski, framherja félagsins. Lewandowski úthúðaði félaginu í gær og kveðst vilja burt. Lewandowski hefur verið á mála hjá Bæjurum frá árinu 2014 og er næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins með 344 mörk í 375 leikjum. Hann er samningsbundinn liðinu út næstu leiktíð en hefur engan áhuga á að klára þann samning. „Tíma mínum hjá Bayern er lokið. Ég sé enga möguleika á að spila áfram fyrir þetta félag,“ lét Lewandowski hafa eftir sér í gær. „Bayern er alvarlegt félag og ég trúi því ekki að þeir reyni að halda mér. Ég vil ekki spila þar lengur. Félagaskipti eru besti kosturinn. Ég vona að þeir stöðvi mig ekki.“ Oliver Kahn, sem var leikmaður Bayern um árabil og er nú stjórnarformaður félagsins, hefur síst verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur maður. Hann hefur ásamt félaginu tekið þá stefnu að Lewandowski þurfi að bíða samningsloka sinna að ári, vilji hann yfirgefa félagið. „Ég get ekki sagt þér af hverju Robert hefur ákveðið að fara þessa leið. Opinber ummæli af þessum toga skila ekki neinu. Robert varð markahæsti leikmaður heims tvisvar í röð hér,“ sagði fyrrum þýski landsliðsmarkvörðurinn við fjölmiðla í gær. „Mér finnst hann þurfi að átta sig á því hversu gott hann raunverulega hefur það hér hjá Bayern,“ sagði Kahn enn fremur. Barcelona er sagt vera á meðal liða sem fylgjast grannt með stöðu hins 33 ára gamla Lewandowskis. Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Lewandowski hefur verið á mála hjá Bæjurum frá árinu 2014 og er næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins með 344 mörk í 375 leikjum. Hann er samningsbundinn liðinu út næstu leiktíð en hefur engan áhuga á að klára þann samning. „Tíma mínum hjá Bayern er lokið. Ég sé enga möguleika á að spila áfram fyrir þetta félag,“ lét Lewandowski hafa eftir sér í gær. „Bayern er alvarlegt félag og ég trúi því ekki að þeir reyni að halda mér. Ég vil ekki spila þar lengur. Félagaskipti eru besti kosturinn. Ég vona að þeir stöðvi mig ekki.“ Oliver Kahn, sem var leikmaður Bayern um árabil og er nú stjórnarformaður félagsins, hefur síst verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur maður. Hann hefur ásamt félaginu tekið þá stefnu að Lewandowski þurfi að bíða samningsloka sinna að ári, vilji hann yfirgefa félagið. „Ég get ekki sagt þér af hverju Robert hefur ákveðið að fara þessa leið. Opinber ummæli af þessum toga skila ekki neinu. Robert varð markahæsti leikmaður heims tvisvar í röð hér,“ sagði fyrrum þýski landsliðsmarkvörðurinn við fjölmiðla í gær. „Mér finnst hann þurfi að átta sig á því hversu gott hann raunverulega hefur það hér hjá Bayern,“ sagði Kahn enn fremur. Barcelona er sagt vera á meðal liða sem fylgjast grannt með stöðu hins 33 ára gamla Lewandowskis.
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira