Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 18:30 Kjartan Atli, bróðir og dóttir rákust á gamla brýnið Brian Scalabrine. Vísir/Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni. Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan.
Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira