Ákvörðun KSÍ nær ekki til FH sem leyfir Eggerti að spila Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson sneri aftur til fyrri starfa hjá FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí, eftir að hafa verið látinn stíga til hliðar 21. apríl. vísir/Hulda Margrét Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær þrátt fyrir að niðurfelling máls hans og Arons Einars Gunnarssonar, vegna nauðgunarkæru, hafi verið kærð. Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn