„Hugsaði um hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2022 07:00 Agnar Smári Jónsson var léttur í setti hjá Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport „Kóngurinn er mættur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, þegar handboltamaðurinn og skemmtikrafturinn Agnar Smári Jónsson mætti ber að ofan í settið eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta síðastliðinn laugardag. „Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn