„Mikill sigur fyrir mig að komast aftur á völlinn eftir sjö ára fjarveru“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. maí 2022 21:56 Stella Sigurðardóttir, var með átta löglegar stöðvanir í kvöld Vísir/Hulda Margrét Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni eftir eins marks sigur á Val 22-23. Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, var klökk þegar hún rifjaði upp allt sem hún hefur gengið í gegnum. „Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína. Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína.
Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn