„Þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 22:31 Thibaut Courtois lyftir bikarnum fræga. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var ótvíræður maður leiksins í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool í París í kvöld. Hann var eðlilega í skýjunum að leik loknum. „Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34