Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:31 Antonio Conte þakkar stuðningsmönnum Tottenham fyrir stuðninginn eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust. Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð. Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð.
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira