Mbappé útskýrir af hverju hann valdi PSG | Átti samtal við Macron Atli Arason skrifar 25. maí 2022 23:30 Kylian Mbappé eftir undirskrift á samningi sínum sem gildir til ársins 2025. Getty Images Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG um síðustu helgi. Mbappé ráðfærði sig við forseta Frakklands áður en hann skrifaði undir. Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira