Klopp valinn þjálfari ársins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 22:31 Jürgen Klopp var valinn þjálfari ársins á Englandi. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ársins á Englandi af samtökum knattspyrnustjóra þar í landi. Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira