Leikhléin sýna hvernig Erlingur greip í taumana í báðum hálfleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 12:30 Erlingur Birgir Richardsson tókst að stýra ÍBV-liðinu til sigurs á Val án tveggja bestu skyttna liðsins, þeirra Rúnars Kárasonar og Sigtryggs Daða Rúnarssonar, sem sjást hér fyrir aftan hann eftir að þeir meiddust í leik eitt. Vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum tókst að jafna metin í úrslitaeinvígi sínu á móti Val í gær og vera um leið fyrsta liðið í þessari úrslitakeppni sem fagnar sigri á móti þessu öfluga Valsliði. Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira