Nik Chamberlain: Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk Sverrir Mar Smárason skrifar 18. maí 2022 20:34 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í kvöld. Diego Þróttur R. vann góðan 4-1 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var gríðarlega sáttur við sigur síns liðs. „Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
„Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34