Sjáðu hetjudáðir markvarðar Forest og brjálaðan fögnuð eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 14:32 Brice Samba og Brennan Johnson fallast í faðma eftir sigur Nottingham Forest á Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. getty/Joe Prior Nottingham Forest komst skrefi nær því að komast upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið vann Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni umspilsleik liðanna, 3-2. Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik. Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30