Smjörstrákarnir mættu til Íslands og eyddu degi með Anníe, Katrínu og BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 11:30 Smjörstrákarnir Heber Cannon and Marston Sawyers með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Instagram/@butterybro Hvað er í vatninu á Íslandi? Af hverju á Ísland svona frábært afreksfólk í CrossFit íþróttinni. Tveir miklir áhugamenn um hreysti og líkamsrækt með 171 þúsund áskrifendur á Youtube reyndu að komast að því. Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira