Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 14:01 Aron Jóhannsson heldur um rifbeinin eftir að hafa brotnað í leiknum gegn FH. Stöð 2 Sport „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira