Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 11:00 Claudia Pina, Patri Guijarro og Melanie Serrano fagna hér sigri Barcelona í Meistaradeildinni. Getty/Alex Caparros Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik. Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni)
Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira