„Án heppni áttu ekki möguleika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Jürgen Klopp ræddi um úrslitaleik FA-bikarsins sem framundan er. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi. Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira