Mesta hrun í lokaúrslitum frá því eftir hrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Þetta leit rosalega vel út hjá Tindastólsmönnum fram eftir leik en svo fór allt úrskeiðis hjá þeim. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll var 21 stigi yfir í leiknum á móti Val á Hlíðarenda í gær en tókst að glutra því niður og lenda aftur undir í úrslitaeinvíginu á móti Val. Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021 Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira